Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 1,54% í dag og stendur nú í 1.837,49 stig. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 7,42% frá áramótum. Heildarvelta á mörkuðum nam tæpum 6,8 milljörðum þar af 4,3 milljarða velta á hlutabréfamarkaði og 2,3 milljarða velta á skuldabréfamarkaði.

Gengi bréfa Icelandair Group hækkaði langmest í dag eða um 8,11% í tæplega milljarðs króna viðskiptum. Í gær var kynnt rekstrarniðurstaða fyrsta ársfjórðung félagsins. Gengi bréfa N1 hækkaði einnig um 3,11% í 1,1 milljarðs króna viðskiptum. Gengi bréfa Haga héldu áfram að hækka, en í gær hækkaði félagið um 5,81%, en í dag hækkaðí gengi bréfanna um 3,85%.

Gengi bréfa Marels lækkaði lítillega eða um 0,29% í 280,9 milljón króna viðskiptum. Einnig lækkaði gengi bréfa Eikar fasteignafélags um 0,08% í 200,8 milljón króna viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,6% í dag í 6,1 milljarða viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 1,2% í dag í 4,4 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,3% í dag í 1,2 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,5% í 0,1 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 1,1 milljarða viðskiptum.