Eftir að hafa fjölgað flugferðum til svæðisins í kringum höfuðborg Bandaríkjanna, Washington, um nærri 10% síðastliðið sumar m.a. með endurupptöku flugs til Baltimore, hefur félagið ekki sett áfangastaðinn á dagskrá á ný fyrir komandi sumar að því er Túristi greinir frá .

Segir félagið ástæðuna að afkoman af flugleiðinni hafi ekki verið nægilega góð, en samkvæmt tölum bandarískra flugmálayfirvalda fækkaði farþegum félagsins til alls svæðisins um ríflega 4 þúsund, eða um 5%.  Félagið flýgur einnig til Dulles flugvallar sem er álíka jafnlangt frá borginni og Baltimore flugvöllur.

Á sama tíma nýttu 43% fleiri sér þó áætlunarferðir Wow til Baltimore flugvallar, en á sama tíma bætti félagið um 60% við flug til borgarinnar, jafnvel upp í tvær brottfarir suma dagana. Icelandair elti Wow air til fleiri flugvalla á síðasta ári, það er til Dublin, Berlín og San Fransisco. Á sama tíma elti Wow Icelandair til Vancouver og Orlando, en aldrei varð úr jómfrúarferðinni til fyrrnefndu borgarinnar og flugið til þeirrar síðarnefndu entist ekki lengi.