Til stendur að einkavæða ríkisflugfélag Grænhöfðaeyja, Cape Verde Airlines, og mun ríkisstjórnin þar í landi hefja viðræður við Icelandair. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Aviator .

Kaupviðræðurnar miða að því að Icelandair kaupi 51% hlut en restin dreifist á fleiri fjárfesta.

Loftleiðir Icelandic hafa aðstoðað stjórnvöld þar í landi við að undirbúa ríkisfélagið undir einkavæðingu en unnið er að því að byggja upp alþjóðlega tengimiðstöð á flug­vell­in­um þar í landi.