Hlutabréfaverð í Icelandair Group lækkaði um 2,7% í dag og hefur því fallið um 18% frá áramótum og 51% undanfarið ár. Gengi bréfa stendur í 7,85 krónum á hlut eftir 118 milljón króna viðskipti í dag.

Langsamlega voru þó mest viðskipti með bréf í Marel í Kauphöll Íslands líkt og undanfarna daga, en þau námu 1,5 milljörðum króna. Marel hækkaði um 2,14% í dag og hefur hækkað um 29,% frá áramótum.

Alls hækkaði úrvalsvísitalan 1,42% í en heildarviðskipti í Kauphöllinni námu 2,6 milljörðum króna. Mest hækkaði TM eða um 3%, og þá Sjóvá um 2,9% og Reitir um 2,25%. Útflutningsfyrirtækin HB Grandi og Eimskip lækkuðu í dag líkt og Icelandair. HB Grandi um 2,29% og Eimskip um 0,51%.