Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,88% í 10,2 milljarða viðskiptum dagsins. Fór hún upp í 1.745,69 stig. Aðalvísitala Skuldabréfa hækkaði um 0,02% í 2,2 milljarða viðskiptum og stendur hún nú í 1.252,15 stigum.

Icelandair Group var eina félagið sem lækkaði í verði í kauphöllinni í dag, eða um 0,47% í 1,5 milljarða viðskiptum. Gengi bréfa félagsins stendur nú í 16,03 krónum.

Töluverðar hækkanir voru á gengi margra félaga, mest hækkun var á bréfum HB Granda í 170 milljón króna viðskiptum. Hvert bréf félagsins er nú á genginu 30,30 krónur.

Næst mesta hækkunin var á gengi bréfa N1, sem hækkaði um 4,03% í 680 milljón króna viðskiptum. Bréf félagsins eru verðlögð á 142,00 krónur við lok viðskiptadags.

Mest viðskipti voru með bréf Marel eða fyrir 1,68 milljarða króna en verð bréfanna stóð í stað í 307,00 krónum.

Næst mest viðskipti voru með bréf Icelandair en þriðju mestu viðskiptin voru með bréf Sjóvá Almennra eða fyrir 1,29 milljónir. Fæst bréf félagsins nú á 17,70 krónur.