*

föstudagur, 19. október 2018
Innlent 6. desember 2017 18:38

Icelandair lækkaði um 1,52%

Markaðsverðmæti Icelandair lækkaði um 1,5 milljarða króna í viðskiptum dagsins, en Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,40%.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,40% niður í 1.644,54 stig í 1,1 milljarðs króna viðskiptum. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði hins vegar um 0,03% í 2,25 milljarðs króna viðskiptum upp í 1.365,31 stig.

Bréf Icelandair lækkuðu mest, eða um 1,92% og voru mest viðskipti með bréf félagsins eða fyrir 273 milljónir króna. Fór gengi bréfa félagsins úr 15,60 krónum niður í 15,30 krónur, sem jafngildir 1,5 milljarðs króna lækkun á heildarmarkaðsvirði félagsins, sem nemur um 74.366 milljónum króna.

Næst mest lækkun var á gengi bréfa Nýherja, sem lækkuðu um 1,72% í um litlum viðskiptum, eða sem nemur 14 milljón króna viðskiptum. Fór gengi bréfa félagsins niður í 25,65 krónur sem þýðir að heildarmarkaðsvirði félagsins lækkaði um 206 milljónir króna, niður í um 11.762 milljónir króna.

Gengi bréfa Eikar fasteignafélags hækkuðu mest, eða um 0,80% upp í 10,03 krónur, en einungis í 17,3 milljón króna viðskiptum, en bréf Eimskiptafélagsins hækkuðu í virði um 0,20% upp í 249,00 krónur í 50 milljón króna viðskiptum.

Stikkorð: Eimskip Icelandair Nýherji Eik