Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,09% í 2,2 milljarða viðskiptum dagsins og fór hún í 1.758,80 stig. Aðalvísitala Skuldabréfa lækkaði um 0,03% í 1,9 milljarða viðskiptum og fór hún niður í 1.372,50 stig.

Mest lækkun var á gengi bréfa Icelandair Group, eða um 2,99% í 437 milljóna viðskiptum og var lokagengi bréfanna 14,60 krónur hvert bréf. Næst mest var lækkun bréfa Haga, eða um 0,71% en í einungis í rétt rúmlega 24 milljóna viðskiptum. Fæst nú hvert bréf félagsins á 42,00 krónur.

Mest hækkun var hins vegar á gengi bréfa Eikar fasteignafélags, eða um 1,73% í 350 milljón króna viðskiptum og er gengi bréfanna nú 9,98 krónur. Næst mest var hækkun bréfa Símans eða um 1,14% í 300 milljón króna viðskiptum og er lokagengi bréfanna nú 4,44 krónur.

Mestu viðskiptin voru svo með bréf Reita fasteignafélags, eða fyrir 602 milljónir króna. Hækkuðu bréfin í viðskiptunum um 0,46% upp í 88,00 krónur.