Ekkert lát virðist á lækkunum á gengi bréfa Icelandair Group, en gengi hlutabréfa félagsins hafa lækkað talsvert síðastliðna daga. Í dag nam lækkunin 4,15 prósentustigum og velta með bréf félagsins nam 481,4 milljón. Úrvalsvísitalan hélst þó nánast óbreytt í dag en lækkun hennar nam 0,01%. Heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam 3 milljörðum og á skuldabréfamarkaði nam heildarveltan 3,5 milljörðum.

Mest hækkaði gengi bréfa Marel. Gengið hækkaði um 2,4% í 1.137 milljón króna viðskiptum. Einnig hækkaði gengi bréfa N1 um 1,57% í tæplega 73 milljón króna viðskiptum.

Gengi hlutabréfa Eimskipafélags Íslands lækkaði um 1,19% í 125 milljón króna viðskiptum sem og gengi bréfa Haga sem lækkaði um 0,85% í 125 milljón króna viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA lækkaði um 0,1% í dag í 6,6 milljarða viðskiptum.

Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,2% í dag í 3 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,1% í dag í 3,3 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 0,4 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,3% í 2,7 milljarða viðskiptum.