*

föstudagur, 18. janúar 2019
Innlent 19. maí 2017 10:57

Icelandair lækkar enn

Icelandair hefur lækkað um 8,30% í vikunni og um tæp 37% það sem af er ári.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Síðustu tólf mánuðir hafa verið erfiðir fyrir hluthafa Icelandair Group en gengi bréfanna hefur lækkað umtalsvert á þessum tíma.

Ef litið er til síðustu 12 mánaða nemur lækkunin 55,56% en innan árs hefur félagið lækkað um 36,61%.

Í gær lækkaði gengi bréfanna um 2,03% og í dag hélt lækkunin áfram en það sem af er degi hefur félagið lækkað um 3,60% í 114 milljón króna viðskiptum.

Þrátt fyrir að gengið hafi lækkað um nær 8,30% í vikunni nemur hækkun síðustu 30 daga rétt rúmum 10%.

Stikkorð: Icelandair Markaðir Kauphöllin