*

fimmtudagur, 17. janúar 2019
Innlent 24. apríl 2018 17:29

Icelandair lækkar flugið

Bréf flugfélagsins lækkuðu um 1,92% í Kauphöllinni í viðskiptum upp á 249 milljónir króna.

Ritstjórn
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair.
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,21% í dag og endaði í 1.807,59 stigum. Viðskipti á hlutabréfamarkaði námu tæplega 1,9 milljörðum króna. 

Mest hækkun var á bréfum HB Granda en þau hækkuðu um 0,74% í viðskiptum upp á 85 milljónir króna. Bréf útgerðarinnar stóðu því í 34,00 krónum við lokun markaða. Bréf VÍS fylgdu fast á hæla útgerðarinnar en þau hækkuðu um 0,73% og stóðu í 13,80 krónum í lok dags. Viðskipti með bréf VÍS námu 69 milljónum króna.  

Mest lækkuðu bréf Icelandair eða um 1,92% í viðskiptum upp á 249 milljónir króna. Lokagengi bréfanna nam því 14,04 krónum. 

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma lækkaði um 0,12% í viðskiptum upp á tæpa 1,9 milljarða. Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,32% í 3 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,45% í 1,1 milljarðs viðskiptum en óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,03% í 1,9 milljarða viðskiptum.