Gengi bréfa Icelandair hefur lækkað um 2,05% í viðskiptum dagsins í viðskiptum upp á 706 milljónir króna. Veltan nemur um það bil helmingi allrar veltu í Kauphöllinni það sem af er degi. Icelandair mun birta uppgjör eftir lokun markaða í dag.

Að sögn Ragnars Benediktssonar hjá IFS ráðgjöf má rekja hluta ástæðu hækkunarinnar til þess að gengi Bandaríkjadals hafi gefið örlítið eftir, en það hefur áhrif á umreiknað verð í krónum:

„Sætanýtingin lækkar einnig örlítið, en samt er vöxturinn í farþegaflutningum ótrúlega sterkur. Vöxtur félagsins frá fyrsta fjórðungi 2010 til fyrsta fjórðung 2015, í uppsöfnuðum vexti, er 15,97% og fyrsti fjórðungur núna er 15,88%. Þannig að þeir eru varla að missa dampinn í vexti, það er rosalega erfitt að halda þessu ár frá ári í gríðarlegum vexti. Þeir eru nú að gera gott. Sætanýting er þó að lækka og nýtingin á hótelherbergjum er einnig að lækka. Þetta er öfugt farið við það sem var í fyrra, þá var gríðarleg aukning í janúar. Menn kannski bjuggust við svipaðri aukningu, en það er ekki að skila sér. Desember 2015 og janúar 2016 er flatur í hótelum, en gríðarleg aukning í sætum. Þannig að maður spyr sig hvort menn hafi búist við meiri og betri nýtingu í hótelum.“

Ragnar segir að lækkanir erlendis gætu einnig verið að hafa áhrif. „Krafan á flest öll skuldabréf vestrænna ríkja er að lækka, sem þýðir að verðbréfin þeirra hækka. Þetta þýðir að menn eru að fara þangað inn, fara þá væntanlega úr hlutabréfum.“