*

miðvikudagur, 20. mars 2019
Innlent 10. janúar 2019 16:33

Icelandair lækkar mest

Hlutabréf Icelandair lækkuðu um 3,6% í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Heildarvelta viðskipta nam 1 milljarði króna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Lítið var um hækkanir í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag en heildarveltan á aðalmarkaði hlutabréfa í dag nam 1 milljarði króna. 

Mest hækkun var á verði á hlutabréfum í Reginn fasteignafélagi en hækkunin nam 0,99% í 45 milljóna króna viðskiptum. Næst mest hækkaði Festi en hækkunin nam 0,44% í 41 milljóna króna viðskiptum. 

Mest lækkun var hjá Icelandair en hún nam 3,60% í 85 milljóna króna viðskiptum. Næst mest lækkun var hjá VÍS en hún nam 1,43% í 45 milljóna króna viðskiptum.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,40% í viðskiptum dagsins. 

Stikkorð: Kauphöll Icelandair Nasdaq