*

miðvikudagur, 22. maí 2019
Innlent 13. september 2018 17:00

Icelandair lækkar á ný

Mikil velta var í kauphöllinni í dag og meirihluti skráðra félaga hækkaði. Icelandair féll hinsvegar um tæp 5%.

Ritstjórn
Hlutabréf Icelandair hafa lækkað mikið það sem af er ári, en höfðu verið að hækka frá síðustu mánaðarmótum. Í dag lækkuðu þau hinsvegar á ný.
Haraldur Guðjónsson

Heildarviðskipti í kauphöllinni námu alls tæpum 3,5 milljörðum króna í dag, og úrvalsvísitalan, OMXI8, hækkaði um 0,3%.

Flest félög hækkuðu í kauphöllinni í dag, og fasteignafélögin voru þar í fararbroddi með fyrsta, annað og fjórða sætið. Eik hækkaði um 2,9% í 388 milljóna króna viðskiptum, Reginn um 2,7% með 351 milljóna veltu, og Reitir um 2,5% með 296 milljónir. 4 önnur félög hækkuðu um yfir 2% og 4 til viðbótar við þau um yfir 1%.

Alls lækkuðu aðeins 5 félög, og aðeins eitt þeirra um yfir 1%: Icelandair, sem lækkaði um heil 4,6% í 442 milljóna króna viðskiptum.

Stikkorð: Kauphöll Icelandair
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim