Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,27% í dag og endaði í 1.766,57 stigum. Viðskipti á hlutabréfamarkaði námu tæplega 2,1 milljarði króna. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,02% og stendur því í 1.367,64 stigum, en viðskipti með skuldabréf námu tæpum 0,7 milljörðum.

Mest hækkun var á bréfum Origo en í afar óverulegum viðskiptum. Þá hækkuðu bréf Símans næst mest eða um 1,52% í viðskiptum upp á 370 milljónir króna. Bréf Símans stóðu því í 4,36 krónum við lokun markaða.

Mest lækkun var á bréf Icelandair en flugfélagið lækkaði um 1,30% í tæplega 48 milljón króna viðskiptum. Bréf þess standa því í 15,15 krónum. Þá lækkuðu bréf í Eimskipum næst mest eða um 0,85% í tæplega 95 milljón króna viðskiptum en bréfin stóðu í 232,50 krónum í lok dags.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,16% í viðskiptum upp á tæpan 2,1 milljarð. Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,02% í 540 milljóna króna viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,02% í 172 milljón króna viðskiptum en óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,01% í 368 milljón króna viðskiptum.