Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 1,04% í viðskiptum dagsins og endaði í 1.730,84 stigum. Aðalvísitala Skuldabréfa lækkaði um 0,03%.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam 6,4 milljörðum. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði nam 3,68 milljörðum.

Af Úrvalsvísitölufélögum lækkaði Icelandair Group mest eða um 1,91% í 771 milljón króna viðskiptum. Hlutabréf Eimskipafélags Íslands lækkuðu um 1,29% í 171 milljón króna viðskiptum. Eina úrvalsvísitölufélagið sem hækkaði í viðskiptum dagsins var N1 sem hækkaði um 0,38% í 294 milljón króna viðskiptum.

TM lækkaði einnig talsvert í viðskiptum dagsins — eða um 2,75% í 318 milljón króna viðskiptum. Hlutabréf í Sjóvá lækkuðu um 1,45% í tæplega 2,9 milljarð króna viðskiptum. Hlutabréf í Vátryggingarfélagi Íslands hækkuðu hins vegar um 1,17% í 366 milljón króna viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA lækkaði um 0,3% í dag í 9,9 milljarða viðskiptum.

Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 1% í dag í 6,4 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði lítillega í dag í 3,5 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði lítillega í 0,5 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 3 milljarða viðskiptum.