*

laugardagur, 18. ágúst 2018
Innlent 12. mars 2018 17:24

Icelandair lækkar um 1,92%

Rólegur dagur var á verðbréfamörkuðum í dag en aðeins þrjú félög hækkuðu í verði.

Ritstjórn
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair.
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,08% í dag og endaði í 1.777,49 stigum. Viðskipti á hlutabréfamarkaði námu tæplega 1,1 milljarði króna. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,01% og stendur því í 1.367,72 stigum, en viðskipti með skuldabréf námu tæplega 1,2 milljörðum króna. 

Mest hækkun var á bréfum Sjóvár en þau hækkuðu um 0,56% í viðskiptum upp á rúmar 27 milljónir króna. Bréf tryggingafélagsins stóðu því í 17,80 krónum við lokun markaða. Þá hækkuðu bréf Marel um 0,54% í 196 milljón króna viðskiptum en bréf félagsins enduðu í 374 krónum.  

Mest lækkuðu bréf Icelandair en hún nam 1,92% í viðskiptum upp á 175 milljónir króna. Lokagengi bréfanna nam því 15,35 krónum. Þá lækkuðu bréf fasteignafélagsins Eikar næst mest eða um 1,39% í viðskiptum upp á rúmar 144 milljónir og stóðu í 9,95 krónum við lokun markaða. 

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma lækkaði um 0,16% í viðskiptum upp á tæpan 1,1 milljarð. Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,01% í 666 milljóna króna viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,02% í 211 milljón króna viðskiptum en óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,03% í 455 milljón króna viðskiptum.