*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Innlent 9. júlí 2018 16:02

Icelandair lækkar um 24,65%

Icelandair lækkaði um 24,65% í 600 milljóna króna viðskiptum í dag.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Flugfélagið Icelandair lækkaði áberandi mest í viðskiptum dagsins eða um 24,65% í 600 milljóna króna viðskiptum. Næstmest lækkaði verð á bréfum í N1 eða um 2,74%.

Í gær greindi Viðskiptablaðið frá því að Icelandair hafi lækkað afkomuspá sína um 30%. 

Mest hækkun á hlutabréfaverði í dag var hjá tryggingarfélaginu TM en hækkunin nam 0,73% í 35 milljóna króna viðskiptum. 

Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 3,72% í viðskiptum dagsins.