*

laugardagur, 23. febrúar 2019
Innlent 25. september 2018 16:04

Icelandair lækkar um 3,0%

Verð á hlutabréfum í flugfélaginu Icelandair lækkaði um 3,0% í 73 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Verð á hlutabréfum í flugfélaginu Icelandair lækkaði um 3,0% í 73 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Næst mest lækkun var hjá Reginn eða 1,85% í 57 milljóna króna viðskiptum. 

Aðeins fimm félög hækkuðu í Kauphöllinni í dag en TM hækkaði mest eða um 1,0% í 63 milljóna króna viðskiptum. Sýn hækkaði næst mest eða um 0,97% í 22 milljóna króna viðskiptum.

Heildarveltan í Kauphöllinni nam 1,1 milljarði þar af var mest velta með bréf Marels en hún nam 453 milljónum. Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 0,36% í viðskiptum dagsins.