*

mánudagur, 27. maí 2019
Innlent 16. október 2018 16:30

Icelandair leiddi hækkanir

Alls hækkuðu sjö félög í viðskiptum dagsins en Icelandair leiddi hækkanirnar með 1,80% hækkun í 22 milljóna króna viðskiptum.

Ritstjórn
Kauphöll Íslands
Haraldur Guðjónsson

Heildarvelta með hlutabréf á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag nam um 953 milljónum króna. Þar af var mest velta með bréf í N1 en hún nam um 221 milljónum króna. Hlutabréfavísitalan OMX Iceland hækkaði um 0,70% í viðskiptum dagsins. 

Alls hækkuðu sjö félög í viðskiptum dagsins en Icelandair leiddi hækkanirnar með 1,80% hækkun í 22 milljóna króna viðskiptum. Hlutabréfaverð í Högum hækkaði næstmest í viðskiptum dagsins eða um 0,95% í 189 milljóna króna viðskiptum.

Fjögur félög lækkuðu í viðskiptum dagsins en mest lækkun var hjá Sýn og HB Granda. HB Grandi lækkaði um 0,98% í 15 milljóna króna viðskiptum og lækkaði Sýn um sömu prósentu en þó aðeins í 1 milljóna króna viðskiptum.

Stikkorð: Kauphöll Íslands Icelandair N1 HB Grandi Sýn
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim