*

miðvikudagur, 20. mars 2019
Innlent 8. nóvember 2018 16:27

Icelandair leiðir lækkanir

Velta á hlutabréfamarkaði nam 1,8 milljarði og úrvalsvísitalan lækkaði um 0,3%. Icelandair lækkaði um 3,6%.

Ritstjórn
Icelandair hefur hækkað um 38% í vikunni.
Haraldur Guðjónsson

Heildarvelta með hlutabréf á aðalmarkaði kauphallarinnar nam 1.843 milljónum og úrvalsvísitalan, OMXI8, lækkaði um 0,33%.

Litlar hreyfingar urðu á gangvirði hlutabréfa, ef frá eru talin bréf Icelandair, sem lækkuðu um 3,63% í 247 milljón króna viðskiptum. Bréfin hafa þó hækkað um 38% það sem af er vikunni, en í hádeginu á mánudag var tilkynnt um kaup Icelandair á sínum helsta keppinaut, Wow air.

Næstmest lækkun var á bréfum Símans, 1,26% í 118 milljón króna viðskiptum. 7 önnur félög lækkuðu, en öll um undir 1%. Þá hækkuðu 5 félög, en öll um undir 0,5%.

Mest velta var með bréf Skeljungs, sem lækkaði um 0,34% í 326 milljón króna viðskiptum, þar á eftir kom Icelandair, og á eftir þeim Reginn með 0,13% hækkun í 217 milljóna viðskiptum. Viðskipti með önnur félög námu undir 200 milljónum.