*

fimmtudagur, 17. ágúst 2017
Innlent 11. ágúst 2017 17:14

Icelandair lék á alls oddi í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa Icelandair Group hækkaði um 6,69% í 1,2 milljarða króna veltu í Kauphöllinni í dag.

Ritstjórn

Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,62% í dag í 1,6 milljarða króna viðskiptum. Heildarvelta á mörkuðum var 7,2 milljarðar. 

Gengi hlutabréfa Icelandair Group hækkaði mest og langmest velta var með bréf félagsins í dag. Gengi bréfa Icelandair hækkaði um 6,69% í 1,2 milljarða króna viðskiptum. Næst mest velta var með bréf Símans, en gengi bréfa félagsins hækkaði lítillega eða um 0,36% í 176,5 milljón króna viðskiptum.

Eins og Viðskiptablaðið hafði áður greint frá, komu hækkanir á gengi bréfa Icelandair í kjölfar þess að Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála og Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group keyptu hluti í fyrirtækinu.