Þó að fjöldi erlendra flugfélaga hafi bæst í flóruna á Keflavíkurflugvelli eru það samt sem áður íslensk flugfélög sem hafa þar langstærstu hlutdeildina. Þannig stóð flugfélagið Icelandair fyrir sex af hverjum tíu ferðum frá flugvellinum í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Túrista.

Þá er íslenska flugfélagið Wow air næststærsta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli með tæplega 16% hlutdeild. Samanlagt standa íslensku flugfélögin því að 79% allra ferða frá Keflavíkurflugvelli. Af erlendu flugfélögunum er Easyjet með stærstu hlutdeildina eða 4,2%.

Nánari umfjöllun um málið má sjá á vef Túrista .