*

föstudagur, 22. júní 2018
Innlent 5. september 2017 16:36

Icelandair og Eimskip hækkuðu mest

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,23% í viðskiptum dagsins og hækkaði gengi bréfa Icelandair og Eimskipafélagsins mest.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 1,23% í rúmlega 1,4 milljarða viðskiptum í dag og náði hún 1.664,41 stigi. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,08% í 1,3 milljarða viðskiptum og náði hún 1.326,76 stigum.

Gengi bréfa Icelandair Group hf. hækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 3% í 217 milljón króna viðskiptum og stendur gengið nú í 15,10 krónum. Næst mest hækkun var á gengi bréfa Eimskipafélagsins, eða um 2,70% í tæplega 140 milljón króna viðskiptum og fæst nú hvert bréf félagsins á 266,00 krónur.

Mestu viðskiptin voru hins vegar með bréf í Símanum eða fyrir 308 milljónir króna. Hækkaði gengi bréfanna um 1,36% í viðskiptunum og náði það 111,50 krónum við lok viðskipta.

Mest lækkun var á gengi bréfa HB Granda, eða um 1,41% í litlum viðskiptum, eða fyrir rúmar 18 milljónir og fæst nú hvert bréf félagsins á 31,55 krónur. Reitir fasteignafélag lækkuðu um 0,70% í 42 milljón króna viðskiptum og fæst nú hvert bréf félagsins á 84,80 krónur.