Stærstu samtök evrópskra flugfélaga, hin nýstofnuðu A4E, Airlines for Europe, hafa bætt við sig þrettánda aðildarfélaginu, sem er Icelandair. Viðskiptablaðið hefur áður fjallað um að samtökin vildu fá íslensk félög til liðs við sig.

550 milljónir farþega á ári

„Samtökin voru stofnuð í janúar á þessu ári, eru með höfuðstöðvar í Brussel og hafa að markmiði að vinna að hagsmunum greinarinnar á evrópskum vettvangi,“ segir í fréttatilkynningu frá Icelandair.

„Flugfélögin sem nú þegar hafa gengið til liðs við A4E eru Aegean, airBaltic, Air France KLM, easyJet, Finnair, Icelandair, International Airlines Group (IAG), Jet2.com, Lufthansa Group, Norwegian, Ryanair, TAP Portugal and Volotea, og stefnt er að því að fjölga aðildarfélögum.“

Með aðildarflugfélögum samtakanna fljúga um 550 milljónir farþega á ári, eða um 70% af farþegaflugi Evrópu. Er heildarvelta þessara flugvéla yfir 100 milljörðum evra á ári og fljúga farþegarnir í um 2.700 flugvélum.