*

sunnudagur, 26. maí 2019
Innlent 30. nóvember 2018 16:17

Icelandair vill greiða upp skuldabréfin

Icelandair vill greiða upp skuldabréf félagsins en það stenst ekki lánaskilmála skuldabréfanna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Icelandair vill greiða upp 190 milljón dollara skuldabréf félagsins, sem samsvarar um 23 milljörðum króna, samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Icelandair stenst sem stendur ekki fjárhagsleg skilyrði sem sett eru fyrir þeim lánakjörum skuldabréfanna.

Í tilkynningu frá Icelandair segir að félagið leggi til að greiða upp þriðjung skuldabréfa fyrir 15. janúar 2019 og það fái heimild til að greiða upp eftirstöðvar skuldabréfsins fram til ársloka 2019. Tillagan gengur út frá að Icelandair greiði 100,5% af höfuðstól skuldabréfsins fyrir 31. mars og 101% síðar á árinu 2019. Þá munu skuldabréfaeigendur einnig geta farið fram á að fengið bréfin greidd upp frá frá 30. júní 2019 til og með 15. júlí 2019 fyrir 102% af höfuðstól skuldabréfanna.

Auk þess mun Icelandair fara fram á að fá undanþágu frá skilmálum skuldabréfanna fram til 30. júní 2019 en félagið muni ekki greiða arð á meðan undanþága frá fjárhagslegum skilyrðum er í gildi samkvæmt tillögunni.

Icelandair féll í gær frá kaupum félagsins á Wow air. Þá hélt það hluthafafund í morgun þar sem samþykkt var 625 milljón hluta hlutafjáraukning, sem samsvarar um tæplega sex milljörðum króna miðað við núverandi markaðsgengi hluta í félaginu.

Stikkorð: Icelandair
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim