*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Innlent 29. ágúst 2018 17:08

Iceland Seafood hagnast um 220 milljónir

Iceland Seafood International hagnaðist um 220 milljónir króna á fyrri árshelming 2018.

Ritstjórn
Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood International
Aðsend mynd

Iceland Seafood International hagnaðist um 220 milljónir króna á fyrri árshelming 2018. Tekjur námu 150 milljónum evra og jukust þær um 29% frá því á sama tímabili í fyrra. Eignir jukust auk þess um 31,3 milljónir evra á tímabilinu, en samtals námu þær 110,6 milljónum evra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood International, segir í tilkynningunni að það sé ánægjulegt að gefa út þessa sterku niðurstöðu fyrri árshelmings.

Stikkorð: Icelandic Seafood International
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim