*

miðvikudagur, 22. maí 2019
Innlent 10. október 2018 13:30

Icewear opnar í Smáralind

Icewear opnar í dag nýja verslun í Smáralind og er það fyrsta verslunin sem fyrirtækið opnar í verslunarmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu.

Ritstjórn
Icewear hefur um árabil framleitt útivistarfatnað, fylgihluti og gjafavörur og á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1972.
Aðsend mynd

Icewear opnar í dag, miðvikudaginn 10. október, nýja verslun í Smáralind og er það fyrsta verslunin sem fyrirtækið opnar í verslunarmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Verslunin verður rekin undir nafni Icewear Magasín, en fyrir rekur Icewear þrjár verslanir undir merkjum Icewear Magasín. Sérsakt opnunartilboð er á öllum vörum í versluninni í viku frá opnun.

Aðaláhersla Icewear Magasín hefur verið á fjölbreytt úrval af útivistarfatnaði, skóm og fylgihlutum. Icewear Magasín verslunin í Smáralind sker sig frá öðrum verslunum Icewear í vöruúrvali en þar er einnig að finna úrval af öðrum vörumerkjum samhliða Icewear. Má þar nefna merki eins og skandinavíska framleiðandann Helly Hansen, ásamt ítölsku útivistarmerkjunum Salewa og Asolo.

„Það er mjög stórt skref fyrir okkur að opna Icewear Magasín verslun í Smáralindinni sem hefur verið í mikilli sókn undanfarið. Við viljum þjónusta íslenska markaðinn vel og við vitum að Smáralind er staður þar sem íslendingum finnst gaman að versla. Úrvalið af verslunum og þjónustu þar er frábært og okkur hlakkar til að vera hluti af þeim góða hóp,” segir Aðalsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Icewear.

Icewear hefur um árabil framleitt útivistarfatnað, fylgihluti og gjafavörur og á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1972. Áhersla Icewear hefur ávallt verið á íslenska hönnun fyrir íslenskar aðstæður á góðu verði enda er útivist fyrir alla. Icewear hefur vaxið hratt undanfarin ár og hefur útvíkkað fjölbreytta útivistarlínu sína sem höfðar nú til breiðari hóps. Icewear býður upp á fatnað fyrir alla fjölskylduna og hefur ný barnalína Icewear fengið góðar viðtökur enda hentar hún vel í íslenska kuldanum.

Stikkorð: Smáralind Icewear
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim