Iða Brá Benediktsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs Arion banka. Iða Brá tekur við starfinu af Halldóri Bjarkar Lúðvígssyni sem nýverið hætti störfum hjá bankanum.

Iða Brá hefur starfað hjá Arion banka og forverum hans frá árinu 1999 þegar hún hóf störf í greiningardeild bankans. Hún hefur m.a. verið lengi forstöðumaður í fjárstýringu bankans. Undanfarin ár hefur hún gengt starfi forstöðumanns einkabankaþjónustu Arion banka en þar áður stýrði hún samskiptasviði bankans. Iða hefur setið í stjórnum nokkurra fyrirtækja; Sparisjóðs Ólafsfjarðar, AFL – sparisjóðs, fasteignafélagsins Landfestum og HB Granda hf

Iða Brá er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún er með MSc í fjármálum frá Rotterdam School of Management í Hollandi og með próf í verðbréfaviðskiptum.