*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Erlent 18. apríl 2017 19:03

Iðnmálmar lækka

Lakari eftirspurn eftir húsnæði í Kína hefur áhrif á verð á stáli.

Ritstjórn
epa

Iðnmálmar tóku dýfu í dag, en markaðsaðilar búist við lakari eftirspurn eftir þeim í Kína og Bandaríkjunum.

Í London Metal Exchange lækkaði verð á sinki um 3,8% og hefur því ekki lækkað jafn mikið frá því í Desember.

Járn grýti lækkaði um rúm 4%, en óttast er um að framboð sé að aukast full hratt og að eftirspurnin sé að dvína.

Þá hefur lakari eftirspurn eftir húsnæði í Kína jafnframt haft áhrif á verð á stáli.

Stikkorð: Markaðir Lækkun Málmar