IFS greining spáir 0,4% hækkun verðlags í apríl frá fyrri mánuði. Gangi spá IFS eftir hækkar tólf mánaða verðbólga úr 1,6% í 1,8%. Undanfarna þrjá mánuði hækkar verðlag um rúm 1,2% gangi spár eftir sem er 4,8% verðbólga á ársgrundvelli. Hægt er að lesa greininguna hér .

Verðbólguvaldarnir í aprílmánuði er áframhaldandi hækkun á húsnæðisverði, hækkun á eldsneytisverði og flugfargjöldum. Hagstofan birtir verðbólgutölur fimmtudaginn 27. apríl.

Bráðabirgðaspá IFS fyrir næstu mánuði er eftirfarandi: +0,2% í maí, +0,2% í júní og -0,2% í júli. „Búast má við að koma Costco til landsins muni hafa áhrif á verð til lækkunar á næstu mánuðum. Þá gerum við ráð fyrir að fasteignaverð haldi áfram að hækka á næstu mánuðum sem mun drífa verðbólguna áfram ásamt flugliðunum,“ segir í greiningunni.