Hlutabréf á mörkuðum Asíu hækkuðu í nótt, meðal annars vegna hækkunar á hlutabréfum fyrirtækja sem framleiða íhluti fyrir Apple.

Áfram eru markaðir í Kína, Hong Kong, Taiwan, Suður Kóreu og Malasíu lokaðir vegna hausthátíðar.

Apple tók stökk

Hækkun hlutabréfa í Asíu kom í kjölfar þess að hlutabréf Apple tóku stökk í kjölfar þess að nýir símar komu á markað föstudag. Virðast margir markaðsaðilar spá góðri sölu á símunum.

Hlutabréf framleiðenda íhluta fyrir Apple hækkuðu, eins og hjá Murata Manufacturing Co. sem hækkuðu um 4,22%, og TDC Corp. sem hækkuðu um 3,98%.

  • Nikkei vísitalan í Japan hækkaði um 0,74%.
  • S&P/ASX 200 vísitalan í Ástralíu hækkaði um 1,08%
  • Dow Jones New Zealand vísitalan hækkaði um 0,74%