Við seinustu aldamót var Boeing 747 þotan valin næstbesta hönnun árþúsundsins. Núna, einungis 16 árum síðar er Boeing að íhuga að hætta framleiðslu á vélinni.

Júmbóþotan er tveggja hæða breiðþota sem hefur verið í framleiðslu frá árinu 1968. Eftirspurn þotunnar hefur dregist verulega saman og hefur fyrirtækið nú þegar minnkað framleiðslu um helming. Samdráttinn í eftirspurninni má einnig rekja til hægs vaxtar í fragtflugi.

747-8 er nýjasta útgáfa Júmbóþotunnar. Listaverð fraktvélarinnar nemur um það bil 352 milljónum dala.