Brasilíska lyfjafyrirtækið EMS er sagt vera að íhuga að kaupa íslenska lyfjafyrirtækið Medis, sem hefur verið í eigu ísraelska samheitalyfjafyrirtækisins Teva síðan 2016, og verið í söluferli frá því í ágúst í fyrra .

Reuters segir frá og vísar í frétt í brasilísku dagblað í dag. Í henni er EMS sagt vera að reyna að afla sér fjármögnun fyrir kaupunum.

Sala Teva á Medis er hluti af endurskipulagningarferli félagsins, en reksturinn hefur gengið erfiðlega, meðal annars vegna skulda sem stofnað var til þegar Teva keypti Actavis, og eignaðist þar með Medis, árið 2016.

Bloomberg sagði í ágúst í fyrra, þegar Medis var sett í söluferli, að lyfjafyrirtækið væri metið á 500-1000 milljón dollara, 56-112 milljarða króna. 12. september síðastliðinn sagði fréttaveitan svo frá því að EMS og lyfjafyrirtækið Recipharm væru að skoða hugsanleg kaup á Medis.