Samkvæmt CNN hefur bandaríska fyrirtækið Amazon sótt um afar óhefðbundið einkaleyfi. Um er að ræða einhverskonar svífandi lager eða vöruhús, sem sendir frá sér dróna með varningi til viðskiptavina.

Markmiðið er að hámarka afkastagetu, en þessi tiltekni lager á hreinlega að geta svifið yfir svæðum þar sem búist er við mikilli eftirspurn eftir ákveðnum vörum. Tili dæmis væri hægt að láta loftskipið svífa yfir íþróttaleikjum eða hátíðum og þá gætu áhorfendur keypt mat og minjagripi og fengið þá senda til sín.

Loftskipið myndi svífa í um 45.000 feta lofthæð, sem jafngildir tæplega 14 kílómetra hæð og yrði þjónustað af öðrum drónum. Ekki er þó hægt að fullyrða um það hvort fyrirtækið láti hugmyndina verða að veruleika.

Hægt er að skoða einkaleyfið hér .