Bankastjórn evrópska seðlabankans er sagður hafa á teikniborðinu áætlun um að setja þak á ávöxtunarkröfu í skuldabréfaútboði einstakra skuldsettra ríkja með mikinn hallarekstur. Með þakinu er vonast til þess að krafan og lántökukostnaður ríkjanna fari yfir ákveðinn þröskuld.

Þýska blaðið Der Spiegel segir hugsanlegt að ákvörðun verði tekin um málið í byrjun næsta mánaðar.

Ávöxtunarkrafa ítalskra og spænskra ríkisskuldabréf lækkaði talsvert í kjölfarið og hefur hún ekki verið lægri í mánuð, samkvæmt samantekt bandaríska dagblaðsins The Wall Street Journal.

Í frétt The Wall Street Journal segir, að fari evrópski seðlabankinn að krukka á ávöxtunarkröfu einstakra ríkja þá sé það í andstöðu við bankann, sem hafi aðeins átt að beita sér á skuldabréfamarkaði með það fyrir augum að draga úr of miklum sveiflum.

Skuldatryggingarálag Ítala og Spánverja lækkaði lítillega eftir að Der Spiegel greindi frá málinu. Álag á skuldir Ítala lækkaði um 12 punkta og stendur það nú í 411 punktum. Álag á skuldir Spánar lækkaði um 11 punkta og stendur það 465 punktum. Til samanburðar stendur skuldatryggingarálag franska ríkisins í 125 punktum og Þjóðverja í 55 punktum. Álag á skuldir ríkissjóðs hér stendur til samanburðar í 283 punktum.