Tæknifyrirtækið Hewlett Packard Enterprise hefur fallið um allt að 53% á seinustu 12 mánuðum. Bréfin hafa aftur á móti hækkað um rúm 15% í mánuðinum, en orðrómur er um það að stórir fjárfestingarsjóðir vilji yfirtaka félagið. Yfirtökutilboðið gæti hljóðað upp á allt að 40 milljarða Bandaríkjadala.

Hewlett Packard Enterprise er félag sem far mótað út úr tæknirisanum HP. Fyrirtækið sérhæfir sig í netþjónustu.