*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Innlent 16. júlí 2018 13:48

IKEA hagnaðist um 982 milljónir

Félagið Miklatorg ehf. sem er rekstarfélag IKEA á Íslandi hagnaðist um 982 milljónir króna á síðasta ári.

Ritstjórn
Höskuldur Marselíusarson

Félagið Miklatorg ehf. sem er rekstarfélag IKEA á Íslandi hagnaðist um 982 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 759 milljónir árið á undan.

Þá voru rekstartekjur félagsins 10,4 milljarðar króna árið 2017 samanborið við tæpa 9 milljarða króna árið á undan. Hagnaður án afskrifta og fjármagnskostnaðar (EBITDA) jókst í 1,3 milljarða króna úr 967 milljónum króna árið á undan.

Eigið fé félagsins lækkaði talsvert milli ára eða úr 952 milljónum króna í 535 milljónir. Skuldir félagsins numu 1,6 milljörðum króna árið 2017 en þær voru 1,3 milljarðar árið á undan. 

Stjórn félagsins lagði til að greiddur arður til hluthafa vegna rekstrarársins muni verða 500 milljónir króna. 

Árslaun framkvæmdarstjóra IKEA, Þórarins Ævarssonar, hækkuðu úr 43 milljónum króna í 61 milljón króna. 

Stikkorð: Uppgjör IKEA