*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 3. mars 2018 10:02

Illdeilur í eigendahópi Deloitte

Meðeigandi sem sagt var upp hjá Deloitte krefur fyrirtækið um á annað hundrað milljónir króna.

Ingvar Haraldsson
Sigurður Páll Hauksson, forstjóri Deloitte á Íslandi.
Haraldur Guðjónsson

Hatrammar deilur hafa verið í eigendahópi Delottie á Íslandi að undanförnu. Nokkur fjöldi meðeigenda félagsins hefur látið af störfum á síðustu tveimur árum. Margir þeirra eru ósáttir við stjórnunaraðferðir Sigurðar Páls Hauksson, sem tók við sem forstjóri Deloitte árið 2014 og ákvörðun félagsins að verða meðlimir í regnhlífarsamtökum Deloitte á Norðurlöndunum og í Norðvestur-Evrópu. Meðeigendurnum hefur ýmist verið sagt upp eða hætt sjálfir, í mörgum tilfellum eftir áratuga starf hjá Deloitte. Síðast var tveimur meðeigendum sagt upp í desember síðastliðnum samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

„Það hefur verið skoðanaágreiningur um hvert skyldi stefna og niðurstaðan er að allir núverandi meðeigendur eru fylgjandi núverandi stefnu,“ segir Sigurður Páll.

Krefur Deloitte um á annað hundrað miljónir

Þá hefur Ágúst Heimir Ólafsson, fyrrverandi sviðsstjóri ráðgjafasviðs Deloitte, sem sagt var upp störfum í ársbyrjun 2017, stefnt Deloitte og með- eigendunum og krafið um yfir 150 milljóna króna. Ágúst fer fram á að raunvirði verði greitt fyrir eignarhlut hans sem með- eiganda í félaginu og hann fái greiddan allan uppsagnarfrest sinn, sex mánuði. Fjárhæðin byggir á því mati að raunvirði Deloitte á Íslandi hafi verið um 3 milljarðar króna og Ágúst eigi rétt á að fá greiddan sinn hlut í samræmi við hlut sinn. Hluti af meðeigendunum sem stefnt var í málinu skilaði sérgreinargerð þar sem tekið var undir málatilbúnað Ágústs en þeir hafa allir látið af störfum hjá Deloitte.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim