Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti í dag í svonenfdu Ímon máli. Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs var dæmd til 18 mánaða fangelsisvistar. Elín tók við starfi bankastjóra Landsbankans eftir að Sigurjón Árnason hætti í október 2008.

Fyrir héraði voru Sigurjón Elín Sigfúsdóttir sýknuð af ákærunum. Steinþór Gunnarsson, sem var yfirmaður verðbréfaviðskipta hjá bankanum, var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, en dómur féll í byrjun júní 2014. Dóminum var áfrýjað til Hæstaréttar af ríkissaksóknara og Steinþóri.

Í málinu voru þrír stjórnendur ákærðir fyrir markaðsmisnotkun vegna lánveitinga til félagsins Ímon ehf. til að kaupa hlutabréf í Landsbankanum rétt fyrir setningu neyðarlaganna.

Málið snérist í hnotskurn um þetta níu milljarða króna lán Landsbankans til félaganna Ímon og Azalea Resources Ltd í tengslum við kaup þeirra á hlutabréfum í bankanum. Ímon var í eigu fjárfestisins Magnúsar Ármann en Azalea Resources skráð á bresku Bresku Jómfrúreyjum og í eigu finnska fjárfestisins Ari Salmivuori, viðskiptafélaga Björgólfs Thors Björgólfssonar, eins af helstu hluthöfum gamla Landsbankans og sonar Björgólfs Guðmundssonar, formanns bankaráðs bankans.