Breska dagblaðið The Independent hefur tilkynnt um að það muni hætta prentútgáfu í næsta mánuði.

Blaðið kom fyrst út árið 1986 en eigandi blaðsins, ESI Media segir að blaðið muni einbeita sér að fréttamiðlun í gegnum heimasíðu blaðsins. Hann segir að prentmiðlar séu í hnignun en stafræn miðlun hafi verið í miklum vexti á síðustu árum. Fréttasíðan er með um 58 milljónir mánaðarlega notendur

Núverandi eigendur keyptu blaðið á eitt pund árið 2010 en þá var tap blaðsins 22,6 milljóni punda á ári.