Líkur eru á því að indverska hagkerfið hægi á sér á þessu fjárhagstímabili að sögn stjórnvalda í Indlandi. Þetta kemur fram í nýju mati á efnahagshorfum í landinu sem að stjórnvöld gefa út um mitt árið.

Indverska ríkið spáði 6,75 til 7,5 prósenta hagvexti á yfirstandandi fjárhagstímabili en í dag var gefin út tilkynning sem kvað á um vöxturinn yrði minni en ráðgert var. Þar spiluðu inn í nokkrir samverkandi þættir á borð við slakt gengi indverska gjaldmiðilsins, rúpíunar.

Á fjórða ársfjórðungi ársins 2016 var hagvöxtur í Indlandi 6,1 prósent. Þá hafði ákvörðun Narendra Modi að banna stóran hluta af því reiðufé í umferð í landinu gífurlega neikvæð áhrif á efnahagsvöxt. Hugmyndin var að koma í veg fyrir skattaundanskot, en hugmyndin hafði meiri neikvæð en jákvæð áhrif að mati sérfræðinga. Hagvöxtur í Kína á sama tímabili var meiri en í Indlandi, eða 7,1 prósent.

Í nýja matinu er kallað eftir lækkun stýrivaxta í Indlandi, sem eins og sakir standa eru 6 prósentur. Stýrivextir í landinu voru þrátt fyrir það lækkaðir um 25 punkta í síðustu viku. Hægt er að lesa frétt AFP um málið hér.