Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður mennta- og mannauðsmála hjá Samtökum Iðnaðarins. Hlutverk hennar verður að vinna að því að nægt framboð sé af hæfu starfsfólki fyrir hinn fjölbreytta iðnað í landinu.

Ingibjörg Ösp var framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar frá 2015 - 2016 og þar á undan leiddi hún starfssemi Menningarhússins Hof á Akureyri frá opnun þess til ársloka 2014. Áður var hún markaðsstjóri KEA árin 2005-2008 og svo var hún framkvæmdastjóri Leikfélags Akureyrar á árunum 2003-2005 auk þess að hafa reynslu í kennslu.

Ingibjörg Ösp er með mastersgráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskólanum á Akureyri og Bsc gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla.