Félag í eigu fjárfestanna Ingibjargar Pálmadóttur og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur hefur keypt hlut í tískufyrirtækinu Jör, en greint er frá þessu í Morgunblaðinu .

Þar er greint frá því að þær hafi lagt fyrirtækinu til aukið hlutafé fyrr á árinu sem meðal annars verði nýtt til að sækja á erlenda markaði. Stofnendur fyrirtækisins, þeir Guðmundur Jörundsson og Gunnar Örn Petersen, minnkuðu á sama tíma hlut sinn í því.