Ingibjörg Þórðardóttir, eða Inga Thordar eins og hún er kölluð á heimasíðu CNN , hefur verið ráðin ritstjóri stafræns efnis á heimsvísu fyrir fjölmiðilinn sem hún hefur starfað fyrir síðan árið 2015.

Mun hún hafa yfirumsjón með allri teymisvinnu í frétta-, íþrótta- og efnisframleiðslu, í London, Hong Kong, Abu Dhabi, Lagos og New York sem framleiða, skrifa og dreifa efni á stafrænum miðlum CNN.

Áður starfaði hún við ritstjórn hjá BBC en starfstöð Ingibjargar er í London. Ingibjörg er með gráðu frá SOAS, University College London og Háskóla íslands.