Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir hefur verið ráðin sem svæðisstjóri fyrir Icelandair á Íslandi og mun bera ábyrgð á sölustarfi á íslenska markaðnum, sem sagt; stefnumótun, markaðs- og fjárhagsáætlunum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Icelandair.

„Ingibjörg starfar í dag sem forstöðumaður yfir Icelandair Saga Club. Ingibjörg Ásdís hóf störf hjá Icelandair árið 2004 sem flugfreyja. Á árunum 2005 – 2007 var Ingibjörg Ásdís verkefnastjóri vef- og markaðsmála og frá 2007 – 2010 sá hún um samninga og samskipti við fjármálastofnanir og banka fyrir hönd Icelandair Saga Club og hefur starfað sem forstöðumaður síðan 2010. Hún er menntaður viðskiptafræðingur og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Ingibjörg Ásdís er í sambúð með Ragnari Ágústssyni og á hún tvö börn,“ segir í tilkynningunni.