*

laugardagur, 19. janúar 2019
Innlent 30. nóvember 2016 10:55

Ingigerður í hóp framkvæmdastjóra Heklu

Ingigerður Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fyrirtækjasölu Heklu.

Ritstjórn
Ingigerður Einarsdóttir nýr framkvæmdastjóri fyrirtækjasölu Heklu.
epa

Ingigerður Einarsdóttir hefur gengið til liðs við Heklu hf. og tekur þar sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins en hún mun stýra fyrirtækjasölu.

Ingigerður hefur meðal annars starfað sem sölu- og markaðsstjóri hjá Avis og Budget bílaleigum, gegnt stöðu framkvæmdastjóra Sundsambands Íslands og forstöðumanns sölu- og markaðsmála hjá IGS Ground Services. Ingigerður er með M.A. gráðu í Alþjóðlegri markaðsstjórnun frá Bournemouth University og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði af markaðssviði frá Háskólanum á Akureyri.