*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 15. mars 2019 17:15

Ingimundur hækkað um 78% á þremur árum

Árslaun forstjóra Íslandspósts hækkuðu úr 14 milljónum í 25 milljónir á árunum 2015 til 2018.

Ritstjórn
Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts.
Haraldur Guðjónsson

Laun forstjóra Íslandspósts námu 25 milljónum króna á síðasta ári og hafa hækkað um 78% á þremur árum. Í nýbirtum ársreikningi Íslandspósts kemur fram að laun Ingimundar hafi hækkað úr 20 milljónum í 25 milljónir milli áranna 2017 og 2018. Laun Ingimundar námu 17 milljónum króna árið 2016 og 14 milljónum króna árið 2015.

Í bréfi stjórnar Íslandspóst til fjármálaráðherra vegna launasetningar ríkisforstjóra sagði að laun Ingimundar hafi hækkað úr 1.436 þúsund krónum í 2.052 þúsund krónur á mánuði frá ársbyrjun 2017 til 1. maí 2018.

Stjórnin hafi árið 2017 látið Intellecta gera könnun á hver laun forstjóra sambærilegra fyrirtækja og Íslandspósts væru á bilinu 2,7 og 3,6 milljónir króna á mánuði. Þá haf forstjóralaun Íslandspósts hækkað mun minna en launavísitala á árabilinu 2008 til 2017.

Afkoma Íslandspósts versnaði töluvert á síðasta ári og nam tap félagsins 293 milljónum króna í fyrra miðað við 216 milljón króna hagnað árið 2017.

Uppfært: Síðdegis tilkynnti Ingumundur að hann hefði ákveðið að segja starfi sínu lausu.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim