Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður stjórnar RÚV, hefur sagt sig úr stjórn . Ingvi Hrafn hefur gegnt stöðu stjórnarformanns Ríkisútvarpsins í rúm tvö ár, eða frá 2013.

Ingvi Hrafn Óskarsson
Ingvi Hrafn Óskarsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Í yfirlýsingu frá Ingva segir að annasömustu verkefnin hafi snúið að því að bæta bága fjárhagsstöðu RÚV.

Ingvi Hrafn, sem er héraðsdómslögmaður,  segir í yfirlýsingu að hann sjái sér ekki fært að sinna störfum sínum sem stjórnarformaður samhliða lögmennskunni.

Því telji hann skynsamlegt að einhver annar taki við því brýna verkefni að móta framtíðarstefnu Ríkisútvarpsins.

Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir mikla eftirsjá af Ingva Hrafni, og að samstarf þeirra hafi verið afar traust síðan hann tók við starfi útvarpsstjóra.