Með sameiningu Myntu undir starfsemi Inkasso yrði fyrirtækið næst stærsta innheimtufyrirtæki landsins á eftir Momentum en félögin eru sögð vera að undirbúa sameiningu í Morgunblaðinu í dag.

Viðræðurnar hafa þó ekki staðið lengi yfir, en markmiðið með henni er ekki síst að auka möguleika á að sækja á erlenda markaði.

Georg G. Andersen, stærsti eigandi og forstjóri Inkasso er sagður sá sem mun stýra sameinuðu félagi en eigandi Myntu er Þórir Örn Árnason, lögfræðingur og fyrrverandi forstöðumaður lögfræðiinnheimtu Íslandsbanka.