Heildverslunin Innnes ehf. hefur tekið við umsjón lífræna vörumerkisins Rapunzel hér á landi af heildversluninni Yggdrasil.

Rapunzel á rætur að rekja til Þýskalands. Í tilkynningu frá Innnes segir að stofnendur fyrirtækisins séu þekktir sem frumkvöðlar í lífrænni ræktun sem leggja sérstaka áherslu ekki aðeins á gæði vörunnar heldur einning á lífsgæði bændanna sem hana rækta.

Rapunzel er 40 ára gamalt vörumerki. Vörurnar eru lífrænt vottaðar og er allt framleiðsluferli þeirra miðað við umhverfisverndaðar ræktunaraðferðir.